Við stofnuðum bakaríið haustið 1997 í Miðvangi 41 í Hafnarfirði. Opnuðum síðan verslun í verslunarmiðstöðinni Firði árið 1999. Árið 2007 seldum við bakaríið en tókum við svo aftur við rekstrinum í Firði ári síðar og höfum rekið þar bakarí og kaffitorg síðan.
Okkar markmið er að heilla þig með hollum brauðum sem öll eru sykurlaus, fitulaus og gerlaus, en við höfum horfið til fortíðar þegar kemur að brauðbakstri og góðum kökum þar sem við notum eingöngu gæða hráefni.
Um bakarameistarann
Jón Rúnar Arilíusson lærði Konditor í Danmörku, 1987 – 1990 og útskrifaðist með rós sem telst góður árangur.
Eftir heimkomu starfaði Jón hjá Sveini Bakara í eitt ár, þá hjá Veitingahúsinu Perlunni er hún opnaði í fimm ár og svo í eitt ár í Bakaríinu Austurveri.
Haustið 97 keypti Jón bakaíið að Miðvangi 41 og stofnaði Kökumeistarann ehf sem hann rak allt fram til 15. mars 2007 þegar hann seldi félagið.
Á árunum 1990 – 1997 sat Jón meðal annars í stjórn og samninganefnd Bakarasveinafélags Íslands. Einnig tók hann þátt í keppnum í faginu og vann titilinn Íslandsmeistari í kökuskreytingum árið 1996 og bronsverðlaun árin 1995 og 1997. Einnig vann hann til tveggja gullverðlauna á alþjóðlegri keppni “tema” í Kaupmannahöfn árið 1996.
Á árunum 1994 – 1998 starfaði Jón með Kokkalandsliðinu fyrst á HM í Luxemburg árið 1994, síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1996 og svo aftur á HM í Luxemburg árið 1998. Á þessum tíma vann liðið til tveggja gullverðlauna, eins silfurs verðlauna og tveggja bronsverðlauna.
Árið 1995 varð Jón fyrstur bakara meðlimur að Klúbbi Matreiðslumeistara og hlaut hann “GORDON BLEU ORÐNUA” sem er æðsta orða Klúbbs Matreiðslumeistara haustið 1996.
Árið 2003 stóð Landssamband bakarameistara fyrir brauðgerðarkeppni og hlaut Kökumeistarinn fyrstu verðlaun og nafnbótina Bakarí ársins.
Í framhaldi af því fór Jón fyrir liði Íslands og keppti í Evrópukeppni í brauðgerð á vormánuðum 2004.
Jón dæmdi Íslandsmeistarakeppnina hérna heima árin 1999-2000 og fór til Portúgals árið 2001 og dæmdi í heimsmeistarakeppni ungra konditora.
Árið 2005 var haft samband við Landsamband Bakarameistara og óskað eftir að sambandið sendi bakara með sýnikennslu til Frakklands fyrir bakarakennara alls staðar frá í Frakklandi. Jón tók þetta að sér og tókst með ferðinni að leggja grunninn að samstarfi milli skólanna hér heima og í Frakklandi.
Árið 2008 stofnaði Jón bakaríið Kökulist ehf. Árið 2009 stóð Labak fyrir keppninni “Brauð ársins bakað úr íslensku byggi” og vann Kökulist keppnina. Veturinn 2010-2011 lagði Jón stund á meistaranám hjá Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi og útskrifaðist sem bakarameistari vorið 2011.